Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 19 til 24. júlí 2024 voru Íslendingar spurðir eftirfarandi spurningar:

      • Fylgdist þú með Evrópumótinu í fótbolta (EM) sem fór fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí?

    29% fylgdist ekkert með leikjunum og 71% svarenda fylgdist með að einhverju leiti.

    em allir

    Mynd 1 . Fylgdist þú með Evrópumótinu í fótbolta (EM) sem fór fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.


    13% fylgdist með öllum leikjunum, 24% fylgdist með mörgum leikjum, 29% fylgdist með nokkrum leikjum, 6% fylgdist með einum leik og 29% fylgdist ekki með neinum

    em allir sundurliðað

    Mynd 2. Fylgdist þú með Evrópumótinu í fótbolta (EM) sem fór fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu sundurliðað á svarmöguleika.

    Marktækur munur er á áhorfi karla og kvenna þar sem 63% kvenna horfði eitthvað á EM á meðan hlutfallið var 78% á meðal karla. 

    em kyn

    Mynd 3.  Fylgdist þú með Evrópumótinu í fótbolta (EM) sem fór fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí?  Svör eftir kyni.

    Athyglisvert er að 25 til 34 ára hópurinn horfði marktækt minnst af öllum aldurshópum á EM, en einungis 62% á þessum aldurshópi horfði eitthvað á EM.

    em aldur

    Mynd 4 Fylgdist þú með Evrópumótinu í fótbolta (EM) sem fór fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí? Niðurstöður eftir aldri.

    Framkvæmd

    Gögnum var safnað frá 19. til 24. júlí 2024.
    Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
    Úrtak: 1.850 (einstaklingar 18 ára og eldri)
    Svarhlutfall 49%

    Um könnunarhóp Prósents

    Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.