
Helmingur ánægð með breytingar á lögum um hunda- og kattahald í fjölbýli
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 18. nóvember til 2. desember 2025 var spurt að eftirfarandi:
Alþingi samþykkti nýlega frumvarp um breytingu á lögum um hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum. Grunnregla fjöleignarhúsalaganna, um að hunda- og kattahald sé bannað í fjölbýlishúsum nema samþykki aukins meirihluta eigenda um annað liggi fyrir, hefur verið snúið við og er hunda- og kattahald nú leyft í fjölbýli nema samþykki aukins meirihluta eigenda liggi fyrir um annað.
Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með breytingar á lögum um hunda- og kattahald í fjölbýli?
49% Íslendinga eru ánægð með breytingar á lögum um hunda- og katthald í fjölbýli, 32% eru óánægð með breytinguna og 18% eru hvorki ánægð eða óánægð.

Mynd 1. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með breytingar á lögum um hunda- og kattahald í fjölbýli? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Konur eru marktækt ánægðari með breytinguna en karlar.

Mynd 2. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með breytingar á lögum um hunda- og kattahald í fjölbýli? Svör eftir kyni.
Þau sem eru 25-34 ára eru marktækt ánægðust með breytinguna en aðrir aldurshópar. Þau sem eru 65 ára eða eldri eru marktækt óánægðari með breytinguna en þau sem yngri eru.

Mynd 3. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með breytingar á lögum um hunda- og kattahald í fjölbýli? Svör eftir aldri.
Þau sem eiga hund og/eða kött eru marktækt ánægðari með breytinguna en þau sem eiga ekki hund og/eða kött. 14% þeirra sem eiga hund og/eða kött eru óánægð með breytinguna.
32% sem eiga ekki hund og/eða kött eru ánægð með breytinguna og 48% eru óánægð.

Mynd 4. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með breytingar á lögum um hunda- og kattahald í fjölbýli? Svör eftir því hvort að svarendur eiga gæludýr eða ekki.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 18. nóvember til 2. desember 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2000 (einstaklingar 18 ára og eldri).
Svarhlutfall: 49%
Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.