
Fleiri jákvæðir en neikvæðir gagnvart Borgarlínunni
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 1. til 21. júlí 2025 spurðum við eftirfarandi tveggja spurninga um Borgarlínuna:
Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart Borgarlínunni?
Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir nota Borgarlínuna þegar hún verður tilbúin?
Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart Borgarlínunni?
Af þeim sem tóku afstöðu þá segjast 42% vera jákvæð gagnvart Borgarlínunni, 23% eru hvorki jákvæð né neikvæð og 35% eru neikvæð gagnvart Borgarlínunni.

Mynd 1. Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart Borgarlínunni? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Við spurðum sömu spurningar í september 2023, þá voru aðeins fleiri neikvæð eða 40%, 39% voru jákvæð og 21% hvorki jákvæð né neikvæð. Það eru marktækt færri neikvæðir á milli tímabila.

Mynd 2. Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart Borgarlínunni? Þróun á milli tímabila.
Ekki er marktækur munur á viðhorfi eftir kyni.

Mynd 3. Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart Borgarlínunni? Svör eftir kyni
55-64 ára eru marktækt neikvæðari en aðrir aldurshópar og 18-24 ára eru marktækt jákvæðari.

Mynd 4. Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart Borgarlínunni? Svör eftir aldri.
46% íbúa á höfuborgarsvæðinu eru jákvæðir gagnvart Borgarlínunni og er það marktækt hærra hlutfall en íbúar landsbyggðarinnar þar sem jákvæðir eru 34%.

Mynd 5. Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart Borgarlínunni? Svör eftir búsetu.
Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir nota Borgarlínuna þegar hún verður tilbúin?
Helmingur aðspurðra segja það ólíklegt að þau muni nota Borgarlínuna þegar hún verður tilbúin, 12% eru hvorki líkleg né ólíkleg og 38% eru líkleg.

Mynd 6. Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir nota Borgarlínuna þegar hún verður tilbúin? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
18-24 ára eru marktækt líklegri en aðrir aldurshópar til að nota Borgarlínuna. 65% þeirra sem eru í aldurshópnum 55-64 ára eru ólíkleg til að nota Borgarlínuna sem er marktækt hærra hlutfall en hjá þeim sem eru 18-54 ára.

Mynd 7. Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir nota Borgarlínuna þegar hún verður tilbúin? Svör eftir aldri.
50% íbúa í Reykjavík eru líkleg til nota Borgarlínu þegar hún verður tilbúin sem er marktækt hærra hlutfall en hjá íbúum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og á landsbyggðinni. Íbúar á landsbyggðinni eru marktækt ólíklegri til að nota Borgarlínuna en íbúar í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur.

Mynd 8. Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir nota Borgarlínuna þegar hún verður tilbúin? Svör eftir búsetu.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 1. til 21. júlí 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 1950 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 50%
Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.