Tveir þriðju finnst að Ísland ætti að hætta við þátttöku í Eurovision ef Ísrael verður meðal þátttökuþjóða  

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 16. til 30. september 2025 var spurt að eftirfarandi:

Finnst þér að Ísland ætti að hætta við að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttökuþjóða?

67% svarenda finnst að Ísland ætti að hætta við að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttökuþjóða og 33% finnst það ekki.

image

Mynd 1.  Finnst þér að Ísland ætti að hætta við að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttökuþjóða? Svör þeirra sem tóku afstöðu.


Konur vilja marktækt frekar að Ísland hætti við að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttökuþjóða en karlar.

image

Mynd 2.  Finnst þér að Ísland ætti að hætta við að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttökuþjóða? Svör eftir kyni.


Þau sem búa á landsbyggðinni vilja marktækt frekar að Ísland hætti við þátttöku heldur en þau sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

image

Mynd 3.  Finnst þér að Ísland ætti að hætta við að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttökuþjóða? Svör eftir búsetu.


Enginn marktækur munur er á afstöðu eftir aldri.

image

Mynd 4.  Finnst þér að Ísland ætti að hætta við að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef Ísrael verður meðal þátttökuþjóða? Svör eftir aldri.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 16. til 30. september 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.000 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 50%

Um könnunarhóp Prósents

Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu