
Skiptar skoðanir um það hvort breyta eigi klukkunni
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 18. nóvember til 2. desember 2025 var spurt að eftirfarandi:
Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að klukkan á Íslandi verði færð aftur um eina klukkustund?
Hvort finnst þér mikilvægara að fá meiri birtu á morgnana eða síðdegis yfir vetrartímann?
Hvenær ferð þú oftast á fætur á virkum dögum?
Hlynnt eða andvíg að færa klukkuna
Ef klukkan verður færð aftur um eina klukkustund þá þýðir það að það verður bjart fyrr um morguninn en myrkur síðdegis.
41% eru hlynnt því að að klukkan á Íslandi verði færð aftur um eina klukkustund, 33% eru andvíg því og 26% eru hvorki hlynnt né andvíg.

Mynd 1. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að klukkan á Íslandi verði færð aftur um eina klukkustund? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Ekki er marktækur munur á viðhorfi eftir kyni, búsetu, hjúskaparstöðu eða fjölda barna á heimili en töluverðan mun má sjá eftir aldri.
Marktækt fleiri í aldurshópnum 18-24 ára eru andvíg því að færa klukkuna aftur um eina klukkustund.
Flest á aldrinum 65 ára og eldri eru hlynnt þvi að færa klukkuna og er það marktækt fleiri en þau sem eru 34 ára eða yngri.

Mynd 2. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að klukkan á Íslandi verði færð aftur um eina klukkustund? Svör eftir aldri.
Birta á morgnan eða síðdegis yfir vetrartímann
44% Íslendinga finnst mikilvægara að fá meiri birtu á morgnana yfir vetrartímann, 39% finnst mikilvægara að fá birtu síðdegis yfir vetrartímann og 17% finnst hvorugt mikilvægt.

Mynd 3. Hvort finnst þér mikilvægara að fá meiri birtu á morgnana eða síðdegis yfir vetrartímann? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Hvenær ferðu á fætur
39% fara á fætur á milli klukkan sjö og átta, 30% milli klukkan sex og sjö, 16% milli klukkan átta og níu, 8% fyrir klukkan sex og 7% eftir klukkan níu.

Mynd 4 . Hvenær ferð þú oftast á fætur á virkum dögum? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Þau sem fara á fætur fyrir kl 6 á morgnana eru marktækt andvígari því að færa klukkuna aftur um eina klukkustund samanborið við þau sem fara á fætur eftir kl 6 á morgnana.

Mynd 5. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að klukkan á Íslandi verði færð aftur um eina klukkustund? Svör eftir því hvenær þú ferð á fætur á virkum dögum.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 18. nóvember til 2. desember 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2000 (einstaklingar 18 ára og eldri).
Svarhlutfall: 49%
Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.