Fjórðungur þjóðarinnar leggur sig á daginn vikulega eða oftar 


Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana frá 3. til 17. nóvember 2025 var spurt að eftirfarandi:
Hversu oft eða sjaldan leggur þú þig á daginn?

Samantekt

  • Þau yngstu og elstu leggja sig oftast á daginn.
  • Þau tekjulægri leggja sig oftar en þau sem eru tekjuhærri.
  • Einhleypir leggja sig frekar en þau sem eru í sambúð eða hjónabandi.
  • Þau sem eiga ekkert eða 1 barn leggja sig frekar en þau sem eiga 2 eða fleiri börn.

24% þjóðarinnar segist leggja sig vikulega eða oftar, 18% mánaðarlega eða nokkrum sinnum á mánuði, 22% sjaldnar en mánaðarlega og 36% leggja sig aldrei á daginn.

leggja sig allir

Mynd 1.  Hversu oft eða sjaldan leggur þú þig á daginn? Svör þeirra sem tóku afstöðu.

Karlmenn og konur leggja sig svipað oft en karler eru þó marktækt líklegri til að leggja sig aldrei.

leggja sig kyn

Mynd 2.  Hversu oft eða sjaldan leggur þú þig á daginn? Svör eftir kyni.


Þau sem eru 65 ára eða eldri leggja sig oftar en aðrir aldurshópar, næst á eftir þeim koma þau sem eru 18-24 ára.  Þau sem eru 35-44 ára leggja sig sjaldnar.

leggja sig aldur

Mynd 3.  Hversu oft eða sjaldan leggur þú þig á daginn? Svör eftir aldri.

Þau sem eru einhleyp leggja sig oftar en þau sem eru í sambúð eða hjónabandi.

leggja sig hjúskaparstaða

Mynd 4.  Hversu oft eða sjaldan leggur þú þig á daginn? Svör eftir hjúskaparstöðu.

Þau tekjulægri leggja sig oftar en þau sem eru tekjuhærri.

leggja sig einstaklingstekjur

Mynd 5.  Hversu oft eða sjaldan leggur þú þig á daginn? Svör eftir einstaklingstekjum.

Þau sem eiga ekkert eða eitt barn leggja sig oftar en þau sem eiga tvö eða fleiri börn.

leggja sig fjöldi barna

Mynd 6.  Hversu oft eða sjaldan leggur þú þig á daginn? Svör eftir fjölda barna.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 3. til 17. nóvember 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 1.900 (einstaklingar 18 ára og eldri).
Svarhlutfall: 51%

Um könnunarhóp Prósents

Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.