20% stjórnenda á Íslandi segja að starfsfólki muni fækka á næstu 12 mánuðum 

Í könnun sem Prósent framkvæmdi 13. til 29. október 2025 á meðal stjórnenda íslenskra fyrirtækja var spurt:  Telur þú að starfsfólki í þínu fyrirtæki muni fjölga eða fækka á næstu 12 mánuðum?
Prósent hefur kannað viðhorf stjórnenda til þessarar spurningar síðan árið 2018.

Afstaða stjórnendur 

20% stjórnenda segja að starfsfólki muni fækka og hefur ‏‏að hlutfall ekki verið svo hátt síðan árið 2020 þegar 18% stjórnenda töldu að starfsfólki myndi fækka. Það sem einkenndi árið 2020 var Covid tímabilið sem hafði mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf.  Á móti kemur að 20% stjórnenda telja að starfsfólki muni fjölga en það hlutfall lækkar marktækt á milli ára úr 33%. 59% stjórnenda telur að fjöldinn muni standa í stað.

afstaða allir samsett

Mynd 1.  Telur þú að starfsfólki í þínu fyrirtæki muni fjölga eða fækka á næstu 12 mánuðum? Mynd til vinstri sýnir svör allra og mynd til hægri sýnir svör þeirra sem tóku afstöðu og hafa valmöguleikar verið sameinaðir.

fækkun fjölgun þróun

Mynd 2.  Telur þú að starfsfólki í þínu fyrirtæki muni fjölga eða fækka á næstu 12 mánuðum? Þróun síðan 2018.

Atvinnugreinar

Stjórnendur fyrirtækja sem eru í atvinnuflokkunum rekstur veitinga- og gististaða, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og iðnaði telja að starfsfólki muni fækka einna mest.  24% stjórnenda fyrirtækja í rekstri veitinga og gististaða segja að starfsfólki muni fækka á næstu 12 mánuðum á meðan 10% segja að þeim muni fjölga.  Í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð telja 27% stjórnenda að starfsfólki muni fækka en 17% að starfsfólki muni fjölga.  31% stjórnenda fyrirtækja í iðnaði telur að starfsfólki muni fækka og 18% telja að því muni fjölga.

fækkun fjölgun atvinnugreinar

Mynd 3.  Telur þú að starfsfólki í þínu fyrirtæki muni fjölga eða fækka á næstu 12 mánuðum? Niðurstöður eftir atvinnugreinum.

Aðsetur

Þegar horft er til aðseturs fyrirtækja eru marktækt fleiri stjórnendur fyrirtækja í Reykjavík sem telja að starfsfólkimuni fjölga samanborið við landsbyggðina.  24% stjórnenda fyrirtækja í Reykjavík telja að starfsfólki muni fjölga á móti 15% á landsbyggðinni.  

fækkun fjölgun aðsetur


Mynd 4.
  Telur þú að starfsfólki í þínu fyrirtæki muni fjölga eða fækka á næstu 12 mánuðum? Niðurstöður eftir aðsetri.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 13. til 29. október 2025
Aðferð: Netkönnun meðal stjórnendahóps Prósents.
Úrtak: 1300 (fjöldi fyrirtækja).
Svarhlutfall: 50%

Um stjórnendahóp Prósents

Þátttakendur eru stjórnendur lítilla, meðalstórra og stórra fyrirtækja á Íslandi (forstjórar, framkvæmda- og fjármála­stjórar). Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda.