30% ætla að ferðast sjaldnar til útlanda á næstu 12 mánuðum


Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 7. til 20. október 2025 var spurt að eftirfarandi:

  • Telur þú að þú munir ferðast oftar eða sjaldnar til útlanda á næstu 12 mánuðum í samanburði við síðastliðna 12 mánuði?
  • Hversu oft eða sjaldan hefur þú ferðast til útlanda á síðastliðnum 12 mánuðum?

Samantekt

  • Einn af hverjum þremur telur sig munu ferðast sjaldnar á næstu 12 mánuðum í samanburði við síðastliðna 12 mánuði. Sérstaklega 18-24 ára sem ferðuðust mikið á sl. 12 mán.
  • Þau sem eru tekjulægri telja að þau muni ferðast sjaldnar en þau sem eru tekjuhærri.
  • 16% einstaklinga hafa ekki ferðast til útlanda á síðastliðnum 12 mánuðum

Ferðast oftar eða sjaldnar til útlanda

30% ætla að ferðast sjaldnar til útlanda á næstu 12 mánuðum í samanburði við síðastliðna 12 mánuði,  18% ætla að ferða oftar og 52% ætla að ferðast jafnoft. 

image

Mynd 1. Telur þú að þú munir ferðast oftar eða sjaldnar til útlanda á næstu 12 mánuðum í samanburði við síðastliðna 12 mánuði? Svör þeirra sem tóku afstöðu. 

41% í yngsta aldurshópnum 18 til 24 ára ætla að ferðast sjaldnar á næstu 12 mánuðum sem eru marktækt fleiri en 45 ára og eldri.

image

Mynd 2. Telur þú að þú munir ferðast oftar eða sjaldnar til útlanda á næstu 12 mánuðum í samanburði við síðastliðna 12 mánuði? Svör eftir aldri.

Tíðni ferða

16% svarenda hafa ekki ferðast til útlanda á síðastliðnum 12 mánuðum, 44% hafa farið einu sinni til tvisvar sinnum og 40% hafa farið þrisvar sinnum eða oftar til útlanda.

tíðni ferða allir

Mynd 3. Hversu oft eða sjaldan hefur þú ferðast til útlanda á síðastliðnum 12 mánuðum? Svör þeirra sem tóku afstöðu.  


Marktækur munur er á fjölda ferða eftir einstaklingstekjum. Þau sem eru með 800 þúsund krónur eða meira á mánuði hafa ferðast oftar en þau sem eru með 799 þúsund eða minna. 

tíðni ferða tekjur



 Mynd 4. Hversu oft eða sjaldan hefur þú ferðast til útlanda á síðastliðnum 12 mánuðum? Svör eftir einstaklingstekjum.  

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 7. til 20. október 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.000 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 50%

Um könnunarhóp Prósents

Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.