Í september 2025 spurðum við 115 stjórnendur stórra og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi ákveðinna spurninga úr CEO Outlook könnun sem KPMG Global lætur mæla árlega í samstarfi við Forbes.

Á framtíðardegi KPMG á Íslandi sem haldin var fimmtudaginn 9. október sl. í Grósku voru niðurstöður birtar og var athyglisvert að fá samanburð á viðhorfi íslenskra stjórnenda og erlendra.

Helstu niðurstöður sýna 

  • Mun færri íslenskir stjórnendur eru jákvæðir gagnvart vaxtarhorfum til næstu þriggja ára en erlendir
  • Erlendir stjórnendur hafa mun frekar en íslenskir aðlagað stefnu sína að nýjum veruleika
  • Íslenskir stjórnendur eru síður komnir í gang með fjárfestingar í gervigreind.
  • Mun lægra hlutfall íslenskra stjórnenda hyggjast bæta við sig starfsfólki heldur en erlendir.

vaxtahorfur 2025

Mynd 1. Hlutfall jákvæðra um vaxtahorfur til næstu þriggja ára, samanburður á viðhorfi íslenskra stjórnenda og alþjóðlegra stjórnenda.

Frekari upplýsingar um niðurstöður íslensku könnunar KPMG má finna hér

Niðurstöður úr CEO Outlook, erlendri könnun má finna hér.