11% svarenda eiga ísvél og 30% hafa áhuga á að eignast slíka vél  

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 14. til 30. júlí 2025 var spurt að eftirfarandi:

Átt þú ísvél?
Með ísvél er átt við vélar á borð við Ninja Creami en ekki klakavélar.


11% svarenda eiga ísvél, 30% hafa áhuga á að eignast slíka vél og 59% eiga ekki og hafa ekki áhuga á að eignast.

image

   Mynd 1. Átt þú ísvél? Svör þeirra sem tóku afstöðu.

Flestir í aldurshópnum 18-24 ára hafa áhuga á að eignast ísvél eða tæplega helmingur svarenda. Minnsti áhuginn er í aldurshópnum 65 ára eða eldri.

image

Mynd 2.  Átt þú ísvél? Svör eftir aldri


Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 14. til 30. júlí 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2200 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51%

Um könnunarhóp Prósents

Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.