
7% þjóðarinnar hefur farið í gusu
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 14. til 30. júlí 2025 var spurt að eftirfarandi:
Ferð þú í gusu á Íslandi?
Með gusu er átt við skipulagðar lotur í gufu (oft þrjár 15 mínútna lotur) undir leiðsögn svokallaðs gusumeistara sem stjórnar hita, ilmum og loftflæði.
7% svarenda fara í gusu á Íslandi einu sinni á ári eða oftar, 29% fara ekki í gusu en hafa áhuga og 65% fara ekki í gusu og hafa ekki áhuga.

Mynd 1. Ferð þú gusu á Íslandi? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Marktækt hærra hlutfall kvenna en karla fara í gusu, 8% kvenna hafa farið í gusu og 5% karla, að sama skapi hafa marktækt fleiri karlar ekki áhuga á að fara í gusu.

Mynd 2. Ferð þú gusu á Íslandi? Svör eftir kyni.
Hæsta hlutfall þeirra sem fara í gusu er í aldurshópnum 35-44 ára eða 10% og er það marktækt hærra en í aldurshópunum 18-24 ára og 65 ára og eldri.

Mynd 3. Ferð þú gusu á Íslandi? Svör eftir aldri.
Þau sem eru með háskólapróf fara frekar í gusu en þau sem eru með grunnskólapróf eða framhaldsskólapróf.

Mynd 4. Ferð þú gusu á Íslandi? Svör eftir menntun
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 14. til 30. júlí 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2200 (einstaklingar 18 ára og eldri).
Svarhlutfall: 51%
Samanburður við aðra heilsubætandi iðkun
Við spurðum í sama spurningavagni (14. til 30. júlí 2025 ) hvort að svarendur stundi hlaup á Íslandi. Niðurstöður sýna að 27% þjóðarinnar hleypur, 21% hlaupa ekki en hafa áhuga og 53% hlaupa ekki og hafa ekki áhuga.

Mynd 5. Stundar þú hlaup á Íslandi? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Í könnun síðan í október 2024 spurðum við hvort svarendur stundi sjósund. Þá sögðu 7% stunda sjósund en 93% ekki gera það .

Mynd 6 Stundar þú sjósund? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 14. til 30. júlí 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2200 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51%
Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.