56% neikvæð gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 1. til 21. júlí 2025 var spurt að eftirfarandi:

Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu?

Af þeim sem tóku afstöðu þá segjast 56% vera neikvæð, 18% eru hvorki jákvæð né neikvæð og 26% jákvæð gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu.  

Þétting byggðar allir

Mynd 1.  Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu? Svör þeirra sem tóku afstöðu.


Konur eru marktækt neikvæðari en karlar gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu.

image


Mynd 2.  Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu? Svör eftir kyni.

Því yngri sem svarendur eru því jákvæðari eru þau gagnvart þéttingu byggðar. Þau sem eru 55-64 ára eru marktækt neikvæðari en þau sem eru 18-54 ára.

image

Mynd 3.  Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu? Svör eftir aldri.

Íbúar Reykjavíkur eru marktækt jákvæðari en íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur. Íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur eru marktækt neikvæðari en íbúar Reykjavíkur og landsbyggðarinnar.

Mynd 4.  Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu? Svör eftir búsetu.


Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 14. til 21. júlí 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 1950 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 50%

Um könnunarhóp Prósents

Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.