
65% ánægð með svonefnt kjarnorkuákvæði
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 14. til 21. júlí 2025 var spurt að eftirfarandi:
Þann 11. júlí síðastliðinn beitti forseti Alþingis 71. gr. þingskapalaga, svokölluðu „kjarnorkuákvæði“. Þingmenn greiddu þar með atkvæði um hvort ljúka ætti annarri umræðu um veiðigjöld sem hafði staðið yfir frá því í byrjun maí. Umræðunni var lokið með atkvæðagreiðslu sama dag.
Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með kvörðun forseta Alþingis um að beita svonefnda „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til að ljúka annarri umræðu um veiðigjöld?
Af þeim sem tóku afstöðu þá segjast 65% vera ánægð með ákvörðun forseta Alþingis um að beita svonefnda „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til að ljúka annarri umræðu um veiðigjöld, 14% eru hvorki ánægð né óánægð og 22% eru óánægð.
Mynd 1. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með ákvörðun forseta Alþingis um að beita svonefnda „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til að ljúka annarri umræðu um veiðigjöld? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Karlar eru marktækt óánægðir með ákvörðun forseta Alþingis um að beita svonefndu „kjarnorkuákvæði“ en konur.

Mynd 2. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með ákvörðun forseta Alþingis um að beita svonefnda „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til að ljúka annarri umræðu um veiðigjöld? Svör eftir kyni.
Því eldri sem svarendur eru því ánægðari eru þau með beitingu kjarnorkuákvæðis. Þau sem eru 65 ára eða eldri eru marktækt ánægðari en þau sem eru 18-44 ára.

Mynd 3. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með ákvörðun forseta Alþingis um að beita svonefnda „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til að ljúka annarri umræðu um veiðigjöld? Svör eftir aldri.
Marktækt fleiri sem búa á höfuðborgarsvæðinu eða 68% voru ánægð með beitingu kjarnorkuákvæðis heldur en þau sem búa á landsbyggðinni eða 59%.
Mynd 4. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með ákvörðun forseta Alþingis um að beita svonefnda „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til að ljúka annarri umræðu um veiðigjöld? Svör eftir búsetu.
Þau sem myndu kjósa Miðflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn eru marktækt óánægðari með ákvörðun forseta Alþingis um að beita svonefnda „kjarnorkuákvæði“ heldur en þau sem myndu kjósa aðra flokka.
Þau sem myndu kjósa Samfylkinguna eru marktækt ánægðari með kjarnorkuákvæðið en kjósendur allra annarra flokka.
Mynd 5. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með ákvörðun forseta Alþingis um að beita svonefnda „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til að ljúka annarri umræðu um veiðigjöld? Svör eftir fylgi flokk
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 14. til 21. júlí 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 1950 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 50%
Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.