íbúar höfuðborgarsvæðisins frekar hlynntir kílómetragjaldi en íbúar landsbyggðarinnar

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 10. til 25. júní 2025 var spurt að eftirfarandi:

Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(t/ur) ert þú kílómetragjaldi á öll ökutæki í stað olíugjalds?

Af þeim sem tóku afstöðu þá segjast 37% vera hlynnt kílómetragjaldi á öll ökutæki í stað olíugjalds, 28% eru hvorki hlynnt né andvíg og 35% eru andvíg.

image

Mynd 1. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(t/ur) ert þú kílómetragjaldi á öll ökutæki í stað olíugjalds? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. Svarmöguleikar hafa verið sameinaðir.

46% karla eru hlynntir kílómetragjaldi sem er marktækt hærra en hlutfall kvenna sem eru hlynntar í 27% tilvika.  

 Mynd 2. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(t/ur) ert þú kílómetragjaldi á öll ökutæki í stað olíugjalds? Niðurstöður eftir kyni.

Einstaklingar á aldrinum 65 ára og eldri eru marktækt hlynntari kílómetragjaldi en einstaklingar á aldrinum 18 til 54 ára.

image

Mynd 3. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(t/ur) ert þú kílómetragjaldi á öll ökutæki í stað olíugjalds? Niðurstöður eftir aldri.


Marktækur munur er á viðhorfi íbúa á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.  40% íbúa höfuðborgarsvæðisins eru hlynnt kílómetragjaldi og 32% íbúa landsbyggðarinnar. 

image

Mynd 4. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(t/ur) ert þú kílómetragjaldi á öll ökutæki í stað olíugjalds? Niðurstöður eftir búsetu.

Þau sem eiga díselbíl eru helst andvíg kílómetragjaldi eða 40% sem er marktækt meiri andstaða en hjá þeim sem eiga ekki bíl eða rafmagnsbíl.    


Mynd 5.
Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(t/ur) ert þú kílómetragjaldi á öll ökutæki í stað olíugjalds? Niðurstöður eftir hvernig bíl(a) svarendur eiga.

Svarendur voru einnig spurðir um heildarakstur heimilisins árið 2024. Andstaða eykst með auknum akstri. Þau sem óku 15 þúsund km eða meira árið 2024 eru marktækt andvígari kílómetragjaldinu en þau sem óku undir 15 þúsund km.



Mynd 6.
Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(t/ur) ert þú kílómetragjaldi á öll ökutæki í stað olíugjalds? Niðurstöður eftir heildarakstri bíla 2024.


Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 10. til 25. júní 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 1950 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 50%

Um könnunarhóp Prósents

Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.