
69% þjóðarinnar eru hlynnt nýju frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 19. júní til 3. júlí 2025 var spurt að eftirfarandi:
Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald?
Af þeim sem tóku afstöðu þá segjast 69% vera hlynnt frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald, 14% eru hvorki hlynnt né andvíg og 17% eru andvíg.

Mynd 1. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. Svarmöguleikar hafa verið sameinaðir.
23% karla eru andvígir breytingum og 12% kvenna en næstum jafnhátt hlutfall karla og kvenna eru hlynnt breytingum.
Mynd 2. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald? Niðurstöður eftir kyni.
23% íbúa á landsbyggðinni eru andvíg sem er marktækt hærra hlutfall en íbúar í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur.

Mynd 3. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald? Niðurstöður eftir búsetu.
63% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn eru andvíg og eru þeir marktækt andvígari en kjósendur annarra flokka.
Mynd 4. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald? Niðurstöður eftir fylgi flokka.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 19. júní til 3. júlí 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 1950 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 50%
Um stjórnendahóp Prósents
Þátttakendur eru stjórnendur lítilla, meðalstórra og stórra fyrirtækja á Íslandi (forstjórar, framkvæmda- og
fjármálastjórar). Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng
þátttakenda.