77% þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af skipulagðri glæpastarfsemi
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 19. til 30. september 2024 var spurt að eftirfarandi:
- Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af skipulagðri glæpastarfsemi og glæpagengjum á Íslandi
- Hversu vel eða illa finnst þér íslensk löggjöf vernda íbúa gegn ofbeldisglæpum?
- Hefur þú meiri eða minni áhyggjur af öryggi þínu þegar þú ert úti á almannafæri en þú gerðir fyrir ári síðan?
- Hversu örugg(ur/t) eða óörugg(ur/t) finnst þú þú vera…
– þegar þú ert úti á almannafæri að degi til?
– þegar þú ert úti á almannafæri að kvöldi til?
Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af skipulagðri glæpastarfsemi og glæpagengjum á Íslandi?
77% þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af skipulagðri glæpastarfsemi og glæpagengjum á Íslandi, 10% svara hvorki né og 13% segjast hafa litlar áhyggjur.
Mynd 1 Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af skipulagðri glæpastarfsemi og glæpagengjum á Íslandi? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.
Þau sem eldri eru hafa frekar áhyggjur en þau sem yngri eru.
Mynd 2. Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af skipulagðri glæpastarfsemi og glæpagengjum á Íslandi? Niðurstöður eftir aldri.
Hversu vel eða illa finnst þér íslensk löggjöf vernda íbúa gegn ofbeldisglæpum?
58% svarenda finnst íslensk löggjöf vernda íbúa illa gegn ofbeldisglæpum, 19% svara hvorki né og 23% finnst íslensk löggjöf vernda íbúa vel gegn ofbeldisglæpum.
Mynd 3 Hversu vel eða illa finnst þér íslensk löggjöf vernda íbúa gegn ofbeldisglæpum? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.
Hefur þú meiri eða minni áhyggjur af öryggi þínu þegar þú ert úti á almannafæri en þú gerðir fyrir ári síðan?
43% hafa meiri áhyggjur af öryggi sínu þegar þau eru úti á almannafæri en fyrir ári síðan, 52% svara hvorki né og 5% hafa minni áhyggjur.
Mynd 4 Hefur þú meiri eða minni áhyggjur af öryggi þínu þegar þú ert úti á almannafæri en þú gerðir fyrir ári síðan? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.
Þau sem yngri eru hafa meiri áhyggjur en þau sem eldri eru. 54% svarenda í aldurshópnum 18-24 ára hafa meiri áhyggjur af öryggi sínu þegar þau eru úti á almannafæri en þau gerðu fyrir ári síðan og 36% svarenda í aldurshópnum 65 ára eða eldri.
Mynd 5 Hefur þú meiri eða minni áhyggjur af öryggi þínu þegar þú ert úti á almannafæri en þú gerðir fyrir ári síðan? Niðurstöður eftir aldri.
Hversu örugg(ur/t) eða óörugg(ur/t) finnst þú þú vera…
· þegar þú ert úti á almannafæri að degi til?
· þegar þú ert úti á almannafæri að kvöldi til?
92% svarenda telja sig vera örugg þegar þau eru úti á almannafæri að degi til og 65% þegar þau eru úti á almannafæri að kvöldi til.
Mynd 6 Hversu örugg(ur/t) eða óörugg(ur/t) finnst þú þú vera þ.egar þú ert úti á almannafæri að degi til og þegar þú ert úti á almannafæri að kvöldi til? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 19. til 30. september 2024
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 4.500 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 50%
Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.