
27% þjóðarinnar hlaupa
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 14. til 30. júlí 2025 var spurt að eftirfarandi:
Stundar þú hlaup á Íslandi?
9% segjast hlaupa reglulega, einu sinni í viku eða oftar, 4% hlaupa stundum, einu sinni til þrisvar sinnum í mánuði, 13% hlaupa sjaldnar en einu sinni í mánuði, 20% hafa áhuga, 52% hlaupa ekki og hafa ekki áhuga 1% svara veit ekki og 1% vill ekki svara.

Mynd 1. Stundar þú hlaup á Íslandi? Svör allra.
Ef svarmöguleikar fyrir þau sem hlaupa eru sameinaðir þá hlaupa 27% þjóðarinnar , 21% hlaupa ekki en hafa áhuga og 53% hlaupa ekki og hafa ekki áhuga.

Mynd 2. Stundar þú hlaup á Íslandi? Svör þeirra sem tóku afstöðu og samsettir svarmöguleikar til einföldunar.
Því yngri sem svarendur eru því líklegri eru þau til að hlaupa. Þau sem eru 18-44 ára eru marktækt líklegri til að hlaupa en þau sem eru 45 ára og eldri. Marktækt fæstir í aldurshópnum 18-24 ára hlaupa ekki og hafa ekki áhuga.

Mynd 3. Stundar þú hlaup á Íslandi? Svör eftir aldri.
Engin marktækur munur er á hlaupahegðun eftir kyni.

Mynd 4. Stundar þú hlaup á Íslandi? Svör eftir kyni.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 14. til 30. júlí 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2200 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51%
Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.