Viðreisn stærsti flokkurinn
Nýjustu tölur frá könnun okkar sem framkvæmd var dagana 15. til 21. nóvember 2024 sýna eftirfarandi niðurstöður um fylgi flokka:
Spurt var:
Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?
Af þeim sem tóku afstöðu þá myndu 22,0% kjósa Viðreisn, 18,3% Samfylkinguna, 13,5% Miðflokkinn, 12,5% Flokk fólksins, 11,5% Sjálfstæðisflokkinn, 6,7% Pírata, 6,4% Sósíalistaflokkinn, 4,4% Framsóknarflokkinn, 3,0% Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, 1,0% Lýðræðisflokkinn, og 0,6% Ábyrga framtíð.
Mynd 1. Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.
Vikmörk – 95% Öryggisbil
Mynd 2. Vikmörk fyrir fylgi flokka miðað við 95% öryggisbil.
Viðreisn er komið yfir Samfylkinguna en það er enn ekki marktækur munur á fylgi þessara flokka. Fylgi Samfylkingarinnar lækkar marktækt úr 22,4% niður í 18,3% á milli vikna. Fylgi Pírata hækkar marktækt úr 3,4% í 6,7% á milli vikna.
Mynd 3. Þróun á fylgi flokka á milli vikna.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 15. til 21. nóvember 2024.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2600 (einstaklingar 18 ára og eldri).
Svarhlutfall: 52%.
Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.