Meirihluta þjóðarinnar finnst illa staðið að opinberri
heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Netkönnun Prósents á meðal könnunarhóps.

Gögnum var safnað frá 9. til 22. nóvember 2023.  Við spurðum tveggja spurninga:

  • Á heildina litið hversu vel eða illa finnst þér staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu á Íslandi?
  • Finnst þér að opinber heilbrigðisþjónusta á Íslandi hafi þróast til hins betra eða til hins verra á síðastliðnum 10 árum?

Hversu vel eða illa er staðið að heilbrigðisþjónustu í dag?

Tæplega 54% þjóðarinnar finnst illa vera staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu, um 18% svarar hvorki né og 28% finnst vera staðið vel að henni.

Í dag heilbrigðisþjónusta allir

Mynd 1. Á heildina litið hversu vel eða illa finnst þér staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu á Íslandi? Niðurstöður þeirra sem tók afstöðu

41% þeirra sem eru 65 ára og eldri finnst staðið vel að opinberri heilbrigðisþjónustu og finnst þessi aldurshópur að betur sé staðið að heilbrigðisþjónustu en þau sem yngri eru.

heilbrigðisþjónusta í dag eftir aldri

Mynd 2 Á heildina litið hversu vel eða illa finnst þér staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu á Íslandi? Niðurstöður eftir aldri.

Marktækur munur er á skoðunum karla og kvenna. Konum finnst verr staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu á Íslandi en karlar.

Í dag heilbrigðisþjónusta kyn

Þróun heilbrigðisþjónustu síðastliðin 10 ár

Þegar fólk var spurt að því hvort því finnist opinber heilbrigðisþjónusta hafa þróast til hins betra eða til hins verra á síðastliðnum 10 árum þá segir tæplega 63% þjóðarinnar að henni finnst heilbrigðisþjónustan hafa þróast til hins verra, 17% finnst hún hafa staðið í stað og 20% finnst hún hafa þróast til hins betra á síðastliðnum 10 árum.

heilbrigðisþjónusta sl 10 ár allir

Mynd 4 Finnst þér að opinber heilbrigðisþjónusta á Íslandi hafi þróast til hins betra eða til hins verra á síðastliðnum 10 árum? Niðurstöður þeirra
sem tóku afstöðu.

70% þeirra sem myndu kjósa Sósíalistaflokkinn finnst heilbrigðisþjónustan hafa þróast til hins verra á móti 42% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Marktækur munur er á niðurstöðum eftir stjórnmálaflokkum.

heilbrigðisþjónusta sl 10 ár eftir stjórnmálaflokk

 

Mynd 5 Finnst þér að opinber heilbrigðisþjónusta á Íslandi hafi þróast til hins betra eða til hins verra á síðastliðnum 10 árum? Niðurstöður eftir fylgi
við stjórnmálaflokka.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 9. til 22 nóvember 2023
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents
Úrtak: 1,800 (einstaklingar 18 ára og eldri
Svarhlutfall: 50,4%