24,5% ánægð með störf Katrínar forsætisráðherra, 14% með störf Ásgeirs seðlabankastjóra og 12% með störf Bjarna utanríkisráðherra.
Í könnun Prósents sem framkvæmd var 9. til 24. nóvember 2023 voru Íslendingar spurðir eftirfarandi spurningar:
Á heildina litið, hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með störf eftirfarandi embættismanna?
- Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri
- Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
- Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra
Niðurstöður sýna að fleiri eru óánægð með störf þessara embættismanna en ánægð. Þegar ánægja með störf þeirra þriggja er borin saman sést að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, nýtur mestu ánægju, 24,5% eru ánægð með störf hennar, 21% hvorki ánægð né óánægð og 54% óánægð. Hvað Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, varðar eru 14% ánægð með störf hans, 21,5% eru hvorki né og 64,5% óánægð. Með störf Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, eru 12% ánægð, 11,5% hvorki né og 77% óánægð. Katrín hlýtur að meðaltali 2,4 í einkunn af 5 mögulegum, Ásgeir fær 2,1 og Bjarni 1,8.
Mynd 1. Á heildina litið, hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með störf embættismanna? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.
Konur er marktækt ánægðari með störf Katrínar Jakobsdóttur en karlar. Katrín hlýtur að meðaltali 2,6 hjá konum en 2,3 hjá körlum af 5 mögulegum.
Mynd 2. Á heildina litið, hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með störf embættismanna? Niðurstöður eftir kyni.
Fylgjendur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Sjálfstæðisflokksins eru ánægðari með störf Katrínar en fylgjendur annarra flokka. Fylgjendur Sjálfstæðisflokksins eru ánægðari með störf Bjarna Benediktssonar en fylgjendur annarra flokka auk þess sem þeir eru ánægðari með störf Ásgeirs Jónssonar
en allir aðrir flokkar fyrir utan Vinstri græn.
Mynd 3. Á heildina litið, hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með störf embættismanna? Niðurstöður eftir stjórnmálaflokkum.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 9. til 24 nóvember 2023
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents
Úrtak: 1,900 (einstaklingar 18 ára og eldri
Svarhlutfall: 47,6