Yngri kynslóðir líklegri til að strengja áramótaheit en þær eldri

 

Netkönnun Prósents á meðal könnunarhóps. Gögnum var var safnað frá 21. desember 2023 til 4. janúar 2024.

Við spurðum þriggja spurninga:

  • Strengir þú áramótaheit?
  • Hversu gott eða slæmt fannst þér árið 2023?
  • Telur þú að árið 2024 verði betra eða verra (fyrir þig) í samanburði við árið 2023?

Fleiri konur en karlar strengdu áramótaheit eða 27% kvenna gegn 21% karla.
Áramótaheit kyn

Mynd 1 Strengir þú áramótaheit? Niðurstöður eftir kyni.


Yngra fólk er að jafnaði duglegra við að strengja áramótaheit. Þá eru marktækt fleiri á aldrinum 18-24 ára sem
strengdu áramótaheit samanborið við alla aðra aldurshópa.

Áramótaheit aldur

Mynd 2 Strengir þú áramótaheit? Niðurstöður eftir aldri.


Þegar spurt var um viðhorf til ársins 2023 sögðu 55% árið hafi verið gott, 23% sögðu það hvorki gott né slæmt
og 22% töldu það hafa verið slæmt.

 

hvernig var 2023 allir

Mynd 3 Hversu gott eða slæmt fannst þér árið 2023? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.


54% telja að árið 2024 verði betra en árið 2023. 9% telja að það verði verra en 2023 og 37% telja það verða
svipað.

komandi ár verði betra allir

Mynd 4 Telur þú að árið 2024 verði betra eða verra (fyrir þig) í samanburði við árið 2023? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu
 

Enginn af þeim sem svöruðu í aldurshópnum 18-24 ára telur að árið 2024 verði verra en árið á undan. 75%
þeirra telja að árið verði betra og 25% telja að það verði hvorki betra né verra. Marktækur munur er á viðhorfi
18-24 ára og 65 ára og eldri. Meðal 65 ára og eldri telja 27% að árið 2024 verði betra, 59% að það verði svipað
og 14% að það verði verra.

komandi ár verði betra aldur

Mynd 5 Telur þú að árið 2024 verði betra eða verra (fyrir þig) í samanburði við árið 2023? Niðurstöður eftir aldri.

 

Þeir sem strengdu áramótaheit eru að jafnaði bjartsýnni á árið 2024. Af þeim sem strengdu áramótaheit telja
71% að 2024 verði betra en árið á undan á meðan einungis helmingur eða 48% þeirra sem strengdu engin
áramótaheit telja að 2024 verði betra en árið á undan.

Þeir sem strengja áramótaheit líklegri til að vænta 2024 að verða saman

Mynd 6 Viðhorf til ársins 2024 eftir því hvort þátttakendur strengdu áramótaheit eða ekki.

 

Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 21. desember 2023 til 4. janúar 2024.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.200 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51%