Vinningshafar í febrúar búa á Suðurlandi

Það er búið að vera nóg að gera í spurningavögnum hjá okkur í febrúar og þökkum við fólkinu okkar í könnunarhópnum fyrir að taka þátt. Hver skoðun skiptir máli !

Við höfum dregið út þrjá vinningshafa úr könnunarhópinum í febrúar. Hlýtur hver vinninsghafi 50.000 króna bankagjafakort og óskum við þeim innilega til hamingju.

  • Karl á Selfossi
  • Kona á Selfossi
  • Kona á Eyrarbakka

Þess má geta að greiningarfólkið okkar klórar sér í kollinum því af einstakri tilviljun þá voru dregnir út tveir vinningshafar sem búa báðir á Selfossi og starfa á sama vinnustað.

Okkur þykir merkilegt :

Í fyrsta lagi að það séu tveir þátttakendur frá Selfossi sem vinni á sama vinnustað í könnunarhópnum
Í öðru lagi að þessir tveir aðilar hafi báðir svarað könnun frá okkur í febrúar
Í þriðja lagi að þessir tveir aðilar hafi verið dregnir út

Við segjum bara til hamingju Suðurland 😉