Við styðjum við kvennaverkfall af heilum hug!
Samkvæmt glænýjum niðurstöðum okkar Prósents úr Kynslóðamælingunni 2023 þá hallar töluvert á konur þegar kemur að þriðju vaktinni.
Við spurðum þá sem eru í hjónabandi eða sambúð eftirfarandi spurningar: Hver á heimilinu sér um skipulag, hefur yfirsýn og umsjón með þeim verkefnum sem fjölskyldan þarf að sinna?
Þriðja vaktin felst í ábyrgð, yfirumsjón og verkstýringu á þeim störfum sem heimilið þarf að sinna. Þriðja vaktin felur í sér hugrænt skipulag, áætlanir og að leggja á minnið hverju þarf að sinna, hvenær og hvernig. Dæmi um verkefni er að skutla á æfingu, kaupa í kvöldmatinn, skipuleggja afmæli og vera í samskiptum við foreldra vina barna sinna.
Niðurstöður sýna að
– 59% kvenna sjá meira eða alfarið um þriðju vaktina hjá Z kynslóðinni
– 62% kvenna sjá meira eða alfarið um þriðju vaktina hjá Y kynslóðinni
– 59% kvenna sjá meira eða alfarið um þriðju vaktina hjá X kynslóðinni
– 42% kvenna sjá meira eða alfarið um þriðju vaktina hjá uppgangskynslóðinni
Við styðjum við Kvennaverkfallið af heilum hug og ætlum við samstarfskonur í Prósenti að að taka þátt með því að þramma saman niður í miðbæ Reykjavíkur til taka þátt í Kvennaverkfalli 2023.