Við óskum þér gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir ánægjuleg samskipti og skoðarnir þínar á árinu sem er að líða.

Spurningavagnar

Könnunarhópurinn okkar hefur verið duglegur við að svara spurningavögnunum okkar og þannig lagt af mörkum við að hjálpa tugum íslenskra fyrirtækja og stofnana við að bæta vörur og þjónustu sína.

Niðurstöður í fréttum

Niðurstöður áhugaverðra spurninga rötuðu ósjaldan á fréttamiðla á síðastliðnu ári.  Þín skoðun skiptir máli.   

Fjöldi vinningshafa

Á síðastliðnu ári höfum við dregið út fjölda vinningshafa sem þakklætisvott fyrir að svara könnun.  

Rýnihópar

Síðastliðið ár héldum við marga rýnihópa (fjarfundi) og hefur verið óheyrilega gaman að geta spjallað við ykkur og fá að heyra viðhorf og skoðanir á skjánum 

Zenter varð Prósent

posent frettatilkynning (1)

Árið 2021 var frábært ár og kynntum við nýtt nafn og nýja ásýnd um mitt ár. Zenter rannsóknir sem var stofnað 2015 varð að Prósenti. Trausti Haraldsson þáverandi og núverandi framkvæmdastjóri á meirihluta í fyrirtækinu og núverandi starfsfólk eignaðist hvert hlut í fyrirtækinu á móti Trausta.

Bestu kveðjur,

Atli Hallgrímsson
Árni Árnason

Bryndís Marteinsdóttir 
Edda Sólveig Gísladóttir 
Katrín Þyrí Magnúsdóttir 
Trausti Haraldsson