Íslendingar hrósa öðrum mun oftar en þeir fá hrós.
Í tilefni af alþjóðlega hrósdeginum 1. mars birtum við í Prósenti glænýjar niðurstöður um hrós. Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 20. til 29. febrúar 2024 voru Íslendingar spurðir eftirfarandi spurninga:
Hversu oft eða sjaldan hrósar þú öðrum að jafnaði?
Hversu oft eða sjaldan færð þú hrós frá öðrum að jafnaði?
Hverjum hefur þú hrósað á síðastliðnum tveimur vikum?
Niðurstöður sýna að við hrósum að jafnaði 409 sinnum á ári en fáum hrós 212 sinnum á ári.
Mynd 1. Samanburður á hversu oft við fáum hrós og hversu oft við hrósum öðrum.
Hversu oft eða sjaldan hrósar þú öðrum að jafnaði?
Að meðaltali hrósum við 409 sinnum á ári. 37% hrósa öðrum nokkrum sinnum á dag, 19% hrósa einu sinni á dag, 20% 4 til 6 sinnum í viku, 15% 1 til 3 sinnum í viku, 9% 3 sinnum í mánuði eða sjaldnar.
Mynd 2. Hversu oft eða sjaldan hrósar þú öðrum að jafnaði? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Þeir sem eru 25-34 ára hrósa öðrum oftast eða að meðaltali 485 sinnum á ári.
Mynd 3. Hversu oft eða sjaldan hrósar þú öðrum að jafnaði? Niðurstöður eftir aldri.
Það er ekki marktækur munur á milli kynja. Konur hrósa að jafnaði 416 sinnum og karlar 402 sinnum á ári.
Mynd 4. Hversu oft eða sjaldan hrósar þú öðrum að jafnaði? Niðurstöður eftir kyni.
Hversu oft eða sjaldan færð þú hrós frá öðrum að jafnaði?
Að meðaltali fáum við hrós 212 sinnum á ári. 12% fá hrós nokkrum sinnum á dag, 12% einu sinni á dag, 18% 4 til 6 sinnum í viku, 26% 1 til 3 sinnum í viku, 21% 1 til 3 sinnum í mánuði, 11% sjaldnar en mánaðarlega.
Mynd 5 Hversu oft eða sjaldan færð þú hrós að jafnaði? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Þeir sem eru í sambúð fá oftast hrós eða að jafnaði 267 sinnum á ári.
Mynd 6 Hversu oft eða sjaldan færð þú hrós að jafnaði? Niðurstöður eftir hjúskaparstöðu.
Niðurstöður gefa til kynna að þau sem segjast oftar fá hrós eru einnig þau sem segjast hrósa meira.
Mynd 7 Hversu oft eða sjaldan færð þú hrós að jafnaði? Niðurstöður eftir því hversu oft aðilar hrósa öðrum.
Hverjum hefur þú hrósað á síðastliðnum tveimur vikum?
67% þjóðarinnar hafa hrósað vini á síðastliðnum tveimur vikum, 66% maka, 63% barni, 62% vinnufélaga, 59% fjölskyldumeðlim öðrum en börnum og maka, 35% ókunnugum og 23% yfirmanni.
Mynd 8 Hverjum hefur þú hrósað? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 20. til 29. febrúar 2024.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 1.900 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 52%