eNPS
Til þess að viðskiptavinir mæli með vörum og þjónustu fyrirtækisins þarf starfsfólkið einnig að mæla með fyrirtækinu.
Mælir starfsfólkið með fyrirtækinu (eNPS)?
Lykillinn að því að fá viðskiptavini til að mæla með vörum og þjónustu fyrirtækisins er að byrja inn á við og tryggja að starfsfólk mæli með vinnustað sínum sem og vörum og þjónustu fyrirtækisins.
Meðmælaskor starfsfólks (employee net promoter score) er viðurkennd og mikið notuð leið til að mæla hversu líklegir eða ólíklegir starfsmenn eru til að mæla með vinnustað sínum. Með reglulegum mælingum er hægt að fylgjast með þróun meðmælaskors og bregðast snöggt við ef breytingar verða á.
Niðurstöður eru greindar út frá ýmsum bakgrunnsbreytum s.s. kyni, aldri, deild og starfsaldri og fyrirtækið fær niðurstöður sem sýna samanburð við íslenska markaðinn. Mælingin er fljótvirk og hægt að framkvæma ört ef ástæða er til.
Niðurstöður samstundis
Samanburður við önnur fyrirtæki
Greining á því hvað einkennir hvern hóp starfsfólks
Varpar ljósi á sölu- og þjónustumenningu fyrirtækisins
Meðmæli
Viltu vita meira?
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá verðtilboð eða frekari upplýsingar um þjónustuna.