Áhrifavaldar, samfélagsmiðlar
Ert þú áhrifavaldur eða vinnur þú með áhrifavöldum?
Mánaðarlega spyrjum við 200 þátttakendur hvaða samfélagsmiðla þeir nota og hvaða íslensku áhrifavöldum þeir fylgist mest með.
Gögnum hefur verið safnað síðan 2021 fyrir áhrifavalda og síðan 2018 um notkun samfélagsmiðla. Hægt er að skoða þróun á milli tímabila og filtera niður á bakgrunnsbreytur.
Í boði er að fá aðang að mælaborði eða fá mánaðarlega skýrslur sendar með tölvupósti.
Hvað sýnir mælaborðið?
Spurt er:
Hvaða samfélagsmiðla hefur þú notað síðastliðinn mánuð?
Hvaða íslensku áhrifavöldum fylgist þú mest með á samfélagsmiðlum?
Hægt að skoða þróun og núverandi stöðu á og filtera niðurstöður á ákveða markhópa (kyn, aldur, búseta, fjöldi barna á heimili, tekjur).
Nánari upplýsingar
Þátttakendur í könnuninni eru Íslendingar 18 ára og eldri sem valdir eru af handahófi. Gögnin eru vigtuð m.t.t. kyns, aldurs og búsetu til að hægt sé að alhæfa um niðurstöður með 95%.
Gögnin eru greind eftir fimm bakgrunnsbreytum; kyni, aldri, búsetu, fjölda barna á heimili og einstaklingstekjum.
Viltu vita meira?
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt frekari upplýsingar um þjónustuna okkar.
Eins ef þú vilt fá tilboð í rannsókn sem gæti hentað þínu fyrirtæki.