Tæplega þriðjungur þjóðarinnar horfði á forkeppni Eurovision sem fram fór þriðjudaginn 7. maí 2024

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 7. til 12. maí 2024 var spurt:

·      Horfðir þú á forkeppni Eurovision sem fram fór þriðjudaginn 7. maí 2024?

32% þjóðarinnar horfðu á forkeppnina, 36% horfðu ekki vegna þátttöku Ísraela í Eurovision, 22% horfðu ekki því þau horfi sjaldan/aldrei á Eurovision og 11% horfðu ekki vegna annarra ástæðna.  .

allir eurovision

Mynd 1. Horfðir þú á forkeppni Eurovision sem fram fór þriðjudaginn 7. maí 2024? Svör þeirra sem tóku afstöðu.

Marktækt fleiri konur eða 45% horfðu ekki á forkeppnina í ár vegna þátttöku Ísrael í Eurovision og 27% karla.

kyn eurovision

Mynd 2. Horfðir þú á forkeppni Eurovision sem fram fór þriðjudaginn 7. maí 2024? Svör eftir kyni.

Yngri aldurshópar horfðu mun síðar á forkeppnina en eldri aldurshópar. Marktækt fleiri í aldurshópnum 18 til 34 ára horfðu ekki á forkeppnina vegna þátttöku Ísraels í Eurovision en aðrir aldurshópar. Þau sem eru 55 ára og eldri horfðu marktækt frekar á forkeppnina en þau sem eru 44 ára og yngri.

eurovision aldur

Mynd 3. Horfðir þú á forkeppni Eurovision sem fram fór þriðjudaginn 7. maí 2024? Svör eftir aldri. 

Þau sem svöruðu að þau myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða Flokk fólksins ef gengið yrði til þingkosninga í dag horfðu marktækt frekar á forkeppni Eurovision en þau sem myndu kjósa Samfylkinguna, Viðreisn, Pírata eða Sósíalistaflokkinn.

eurovision stjórnmálaflokkar

Mynd 4Horfðir þú á forkeppni Eurovision sem fram fór þriðjudaginn 7. maí 2024? Svör eftir stjórnmálaskoðun.  Vinsamlegast athugið að fá svör eru á bak við suma stjórnmálaflokka vegna lítils fylgis. 

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 7. til 12. maí 2024.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.500 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51,2%

Gögn eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu.