Svona erum við

Hvað hreyfir við okkur og hvernig erum við í raun og veru?  Ný þáttaröð á RÚV byggð á markaðsrannsóknum. 

Markaðsrannsóknir, viðhorf þjóðarinnar og hegðun er m.a. viðfangsefni íslensku heimildarþátttaraðarinnar, Svona erum við, sem RÚV sýnir á næstunni. 

Við í Prósenti, skoðanir könnunarhópsins okkar, aðrir leikmenn og sálfræðingar spila öll rullu í þessum þáttum, en í þeim birtast áhugaverðar staðreyndir um sérkenni okkar sem þjóðar. 

svona erum við Trausti í viðtali

Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents
fjallar hér um drykkjuvenjur Íslendinga. Fólk drekkur að meðaltali 2 glös á viku hér heima á Íslandi en þegar við erum erlendis þá eru það orðin að meðaltali, 5 glös á viku og er það 250% aukning.    

Umsjón Svona erum við er í höndum Guðrúnar Dís Emilsdóttir.

Hér má nálgast þáttinn