Rúmlega 40% Íslendinga telja Ísland taka við of fáum flóttamönnum

Mikill munur er á svörum eftir aldri. 43% svarenda í aldurshópnum 65 ára og eldri telja Ísland taka við of mörgum en hlutfallið í öðrum aldurshópum er undir 24%

Spurt var „Finnst þér of mörgum, of fáum eða hæfilega mörgum flóttamönnum veitt hæli á Íslandi?“
40,4% svar­enda í könnun okkar sem framkvæmd var dagana 2. til 13. júní 2022 telja Ís­land taka við of fáum flótta­mönnum, 37,1 prósent telja Ís­land taka við hæfi­legum fjölda en 22,4 prósent finnst að of margir flótta­menn fái hæli hér á landi.

finnst ther of morgum flottamonnum veitt haeli
Finnst þér of mörgum, of fáum eða hæfilega mörgum flóttamönnum veitt hæli á Íslandi?


Mikill munur er á svörum eftir aldri. 43% svarenda í aldurshópnum 65 ára og eldri telja Ísland taka við of mörgum en hlutfallið í öllum öðrum aldurshópum er undir 24% og mælist lægst í aldurshópnu 25-34 ára eða 15%.

eftir aldri flottamenn
Finnst þér of mörgum, of fáum eða hæfilega mörgum flóttamönnum veitt hæli á Íslandi? Niðurstöður eftir aldri

Hér má lesa nánar um niðurstöður hjá Fréttablaðinu.

Framkvæmdatími

Könnunin var fram­kvæmd 2. til 13. júní.
Úr­takið var 1.780
Svar­hlut­fallið 50,1 prósent.