Rúmlega 40% Íslendinga telja Ísland taka við of fáum flóttamönnum
Mikill munur er á svörum eftir aldri. 43% svarenda í aldurshópnum 65 ára og eldri telja Ísland taka við of mörgum en hlutfallið í öðrum aldurshópum er undir 24%
Spurt var „Finnst þér of mörgum, of fáum eða hæfilega mörgum flóttamönnum veitt hæli á Íslandi?“
40,4% svarenda í könnun okkar sem framkvæmd var dagana 2. til 13. júní 2022 telja Ísland taka við of fáum flóttamönnum, 37,1 prósent telja Ísland taka við hæfilegum fjölda en 22,4 prósent finnst að of margir flóttamenn fái hæli hér á landi.
Mikill munur er á svörum eftir aldri. 43% svarenda í aldurshópnum 65 ára og eldri telja Ísland taka við of mörgum en hlutfallið í öllum öðrum aldurshópum er undir 24% og mælist lægst í aldurshópnu 25-34 ára eða 15%.
Hér má lesa nánar um niðurstöður hjá Fréttablaðinu.
Framkvæmdatími
Könnunin var framkvæmd 2. til 13. júní.
Úrtakið var 1.780
Svarhlutfallið 50,1 prósent.