Páskaegg frá Nóa Siríus eru í uppáhaldi
Netkönnun Prósents á meðal könnunarhóps, Gögnum var var safnað frá 20. til 27. mars 2024. Spurt var:
Páskaegg frá hvaða framleiðanda er í uppáhaldi hjá þér?
43% svarenda nefna Nóa Siríus, 20% Freyju, 11% Góu, 8% Sanbó og 6% annað vörumerki sem uppáhalds framleiðanda páskaeggja. 12% svarenda segjast ekki borða páskaegg.
Mynd 1. Páskaegg frá hvaða framleiðanda er í uppáhaldi hjá þér? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Marktækt fleiri konur eða 24% segja páskaegg frá Freyju vera í uppáhaldi samanborið við einungis 15% karla. Marktækt fleiri karlar eða 17% segjast ekki borða páskaegg samanborið við 7% kvenna.
Mynd 2. Páskaegg frá hvaða framleiðanda er í uppáhaldi hjá þér? Svör eftir kyni.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 20. febrúar 2024 til 27. Mars 2024
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 1900 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51%
Gögn eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu.