Meirihluti þjóðarinnar er ánægður með nýkjörinn forseta

 Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 6. til 12. júní 2024 voru Íslendingar spurðir eftirfarandi spurningar:

Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með að Halla Tómasdóttir hafi
verið kjörin forseti Íslands?

63% svarenda eru ánægðir með að Halla Tómasdóttir hafi verið kjörin forseti Íslands, 24% eru hvorki
ánægðir né óánægðir og 13% eru óánægðir.

Ánægja með forseta mynd 2 12.06.24

Mynd 1  Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með að Halla Tómasdóttir hafi verið kjörin forseti Íslands? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.

Konur eru ánægðari með nýkjörinn forseta en karlar. Íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur og
landsbyggðarinnar eru ánægðari með nýkjörinn forseta en íbúar Reykjavíkur. Auk þess eru þau sem kusu
Höllu Tómasdóttur, Höllu Hrund Logadóttur og Baldur Þórhallsson ánægðari en þau sem kusu Katrínu
Jakobsdóttur eða Jón Gnarr.Ánægja með forseta mynd 3 12.06.24

Ánægja með forseta mynd 4 12.06.24

Ánægja með forseta mynd 5 12.06.24

Mynd 2, 3, og 4. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með að Halla Tómasdóttir hafi verið kjörin forseti Íslands? Niðurstöður eftir kyni, búsetu og frambjóðanda sem var kosinn.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 6. til 12. júní 2024.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 3.500 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 50%
Gögn eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu.

Um könnunarhóp Prósents

Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru
út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar
út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.