Meirihluti Íslendinga hefur horft á, eða byrjað að horfa á Netflix-seríuna Kötlu

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents, sem framkvæmd var dagana 24. júní til 30 júní, hafa 36% Íslendinga horft á alla þættina af Kötlu á Netflix og 20% byrjað að horfa á þá. Um 29% telja að þau muni horfa á þættina og aðeins 15% ætla líklega ekki að horfa á þá. Konur eru marktækt líklegri til að hafa horft á þættina en karlar, en 41% kvenna höfðu klárað alla þættina en aðeins 31% karla

screenshot 2021 07 01 at 22.03.11

Meirihluti svarenda telja þættina vera góða, en á skalanum 1-5 gáfu íslendingar þáttunum 4 í einkunn. Af þeim sem höfðu horft á þættina, þá töldu 78% þættina vera góða, 15% töldu þá vera hvorki góða né slæma og 7% töldu þá vera slæma. Lítill munur var á einkunnargjöf á milli hópa, en konur voru aðeins ánægðari en karlar og fólk á landsbyggðinni töldu þættina vera betri en fólk á höfuðborgarsvæðinu.

screenshot 2021 07 01 at 22.03.26