Mælaborð íslenskrar vefverslunar
Síðastliðið ár höfum við hjá Prósenti séð um framkvæmd rannsóknar sem snýr að reglulegum mælingum á kauphegðun Íslendinga þegar kemur að verslun á netinu. Rannsókn þessi er unnin í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sem eru í samvinnu við Rannsóknarsetur verslunarinnar.
Rannsóknin sem við kjósum að kalla Netverslunarpúlsinn byggir á 200 svörum einstaklinga á aldrinum 18 ára og eldri, er safnað í hverjum mánuði. Mælitækið er byggt á e-barometer og FDIH sem þegar hefur sannað gildi sitt á Norðurlöndunum.
Dæmi um spurningar úr Netverslunarpúlsinum
- Hvert er hlutfall innlendrar vefverslunar á móti erlendrar
- Hversu oft versla Íslendingar á netinu og hvaða hópar (aldur, kyn, búseta) versla oftast?
- Hver eru tækifæri íslenskra vefverslana? Hvað þarf til að Íslendingar versli meira og oftar?
Netverslunarpúlsinn
Nú er komið að fyrstu kynningu og mun Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents kynna valdar niðurstöður úr þessum mælingum í gagnvirku mælaborði.
Kynning Prósents verður, miðvikudaginn kemur, 10. nóvember 2021, klukkan 8:30-10 í Húsi atvinnulífsins og er sú kynning eingöngu opin félagsfólki SVÞ.
Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar eða gerast áskrifandi að Netverslunarpúlsinum ekki hika við að hafa samband við okkur hjá Prósenti.