Kulnun meðal Íslendinga

Prósent framkvæmdi rannsókn á kulnun meðal Íslendinga árin 2021 og 2020. Um var að ræða netkannanir meðal könnunarhóps Prósents. Framkvæmdartími fyrri könnunarinnar var 10. til 20. janúar árið 2020, skömmu fyrir COVID-19 og þeirrar seinni 5. til 15. febrúar árið 2021. Gögnin eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar.

Kannanirnar voru sendar á 2.000 manns á vinnumarkaði og var svarhlutfall um 50% eða 1.000 svör.

screenshot 2021 11 02 at 15.34.55 1

Rannsóknarmódelið

Rannsóknarmódelið sem var notað til mælinga er 12 spurninga styttri útgáfa af Maslach kulnunarmódelinu (MBI), sem er leiðandi módel í heiminum þegar kemur að greiningu á kulnun. Maslach mælir þrjár víddir, tilfinningalega örmögnun (e. emotional exhaustion), sjálfshvarf (e. depersonalization) og tilfinningu fyrir litlum persónulegum árangri (e. a sense of low personal achievement). Spurningarnar 12 eru á 6 punkta Likert-kvarða (frá 0 = aldrei til 6 = daglega).

Dæmi um niðurstöður

Niðurstöður könnunar árið 2021 leiða meðal annars í ljós að 32% Íslendinga 18 ára og eldri á vinnumarkaði finnast þeir vera útkeyrðir í lok vinnudags oftar en einu sinni í viku. 21% svarenda finnast þeir tilfinningalega úrvinda vegna vinnu sinnar oftar en einu sinni í viku og 12% finnast þeir vera útbrenndir vegna starfs síns oftar en einu sinni í viku.

Heildarskýrsla

Í heildarskýrslu Prósents um kulnun meðal Íslendinga er að finna niðurstöður spurninganna 12, greint niður á kyn, aldur, búsetu, tekjur, hvort þátttakendur vinni hjá hinu opinbera eða á almennum markaði og eftir starfssviði. Auk þess sýna niðurstöður hlutfall Íslendinga sem eru í kulnun, sem er reiknað út frá reikniformúlu Maslach módelsins. Um er að ræða niðurstöður fyrir árin 2020 og 2021 og sýndur er munur á milli ára. Niðurstöðum er skilað í rafrænu mælaborði sem einnig er hægt að hlaða niður sem pdf-skjali.

Kulnun mæld í vinnustaðagreiningum

Við bjóðum upp á mannauðsrannsóknir, meðal annars vinnustaðagreiningu byggða á Evrópsku starfsánægjuvísitölunni (European Employee Index) með samanburði við Íslenska markaðinn. Við bjóðum upp á að bæta kulnunarspurningum við vinnustaðagreininguna og er þá hægt að sjá hvernig vinnustaðurinn kemur út í samanburði við íslensku þjóðina.

Hafðu samband

Ef þú hefur áhuga á heildarskýrslu um kulnun meðal Íslendinga, eða að mæla kulnun á þínum vinnustað, ekki hika við að hafa samband við okkur.