Heildarniðurstöður rannsókna Prósents um kulnun á íslenskum vinnumarkaði.

Fimmtudaginn 29. september 2022 kynntum við í Prósent niðurstöður þriggja ára rannsókna á kulnun Íslendinga á vinnumarkaði.  Prósent hefur framkvæmt rannsóknina í janúar ár hvert síðan 2020 og er nú komin samanburður á niðurstöðum fyrir árin 2020, 2021 og 2022. Byggir hver rannsókn á um 900 svörum einstaklinga 18 ára og eldri á öllu landinu sem eru á vinnumarkaðinum.  

Niðurstöður könnunar 2022, leiddu meðal annars í ljós að 28% Íslendinga 18 ára og eldri á vinnumarkaði finnst þeir vera tilfinningalega úrvinda vegnu vinnu sinnar einu sinni í viku eða oftar. 

tilfinningalega úrvinda


38% Íslendinga 18 ára og eldri á vinnumarkaði finnst þeir vera útkeyrðir í lok vinnudags einu sinni í viku eða oftar. 

 

útkeyrð í lok vinnudags

Niðurstöður heildarannsóknarinnar sýna að töluverð aukning er á milli ára þegar kemur að þáttum sem geta leitt til kulnunar í starfi.  

Um framkvæmd 

Prósent hefur framkvæmt rannsóknina í janúar ár hvert síðan 2020 og er nú kominn samanburður á niðurstöðum fyrir árin 2020, 2021 og 2022. Byggir hver rannsókn á um 900 svörum einstaklinga 18 ára og eldri á öllu landinu sem eru á vinnumarkaði. Gögnin eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar.

Lagðar voru fyrir 12 spurningar byggðar á Maslach Burnout Index (MBI). Mældar eru þrjár víddir; tilfinningaleg örmögnun (e. emotional exhaustion), sjálfshvarf (e. depersonalization) og persónulegur árangur (e. personal achievement).

Hver spurning er greind eftir starfi, fjölda ára í núverandi starfi, fjölda vinnustunda á viku, markaði (almennur, opinber og þriðji geirinn), kyni, aldri, búsetu, menntunarstigi, fjölda barna á heimili og tekjum.

Heildarskýrsla

Verð fyrir heildarskýrslu (pdf) er 90.000 krónur án vsk.  

Hægt er að semja um að fá kynningu á heildarniðurstöðum.  

Ekki hika við að hafa samband við okkur fyrir frekari upplýsingar  prosent@prosent.is