Það styttist í fyrirlestur Prósents um Kulnun Íslendinga á vinnumarkaði.

Erindið verður nk fimmtudag 29. september klukkan 9:00-10:00.   

Streymi á Facebook

Streymi er aðgengilegt öllum á Facebook síðu Prósents, sjá hér:  https://fb.me/e/2vnBb6Y9J

Uppselt er á viðburðinn í húsakynnum Samtök verslunar og þjónustu,  í Borgartúni.

Sjáumst á skjánum!  

Um rannsóknina

Prósent hefur framkvæmt rannsókn á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði frá árinu 2020.

kulnun nidurstodur i mynd

Niðurstöður könnunar árið 2021 leiddu meðal annars í ljós að 32% Íslendinga 18 ára og eldri á vinnumarkaði finnast þeir vera útkeyrðir í lok vinnudags oftar en einu sinni í viku. 21% svarenda finnast þeir tilfinningalega úrvinda vegna vinnu sinnar oftar en einu sinni í viku og 12% finnast þeir vera útbrenndir vegna starfs síns oftar en einu sinni í viku.  Það verður áhugavert að sjá niðurstöður fyrir 2022 og skoða þróun síðustu þriggja ára.