Kosningar 2021 – Könnun Prósents fyrir Fréttablaðið.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents, sem framkvæmd var 13. til 16. september fyrir Fréttablaðið, heldur ríkisstjórnin ekki. 21,3% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 12,6% Framsókn og 10% VG. Hér er hægt að lesa fréttina í heild sinni.

screenshot 2021 09 17 at 13.14.26
Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.


Framkvæmd
Framkvæmdatími: 13. til 16. september 2021.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Svarfjöldi: 1.493 einstaklingar.
Svarhlutfall: 50%
Þátttakendur voru spurðir eftirfarandi spurninga:
Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?
Þeir sem svöruðu, „Veit ekki“ fengu einnig spurninguna „Ef þú þyrftir að taka afstöðu, hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa?“
Niðurstöður sýna fylgi flokka eftir að svörin hafa verið sameinuð.
Gögn eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu.