Árangur í markaðstarfi Ímark og Prósent
Við verðum með erindi um Íslensku kynslóðamælinguna 2023 hjá ÍMARK, þriðjudaginn 6. febrúar 2024 klukkan 15.00.
ÍMARK verðlaunar bæði markaðsmanneskju og markaðsfyrirtæki ársins fyrir þau sem hafa skarað fram úr á sviði markaðsmála og ætlum við að taka þátt í fyrirlestradegi ÍMARK og fjalla um niðurstöður í Íslensku kynslóðamælingunni 2023.
Dagskrá er eftirfarandi:
Íslenska kynslóðamælingin
- Hvað skiptir Z kynslóðina máli þegar þau velja sér vinnustað?
- Stendur Y kynslóðin sig verst í að deila þriðju vaktinni á milli kynja?
- Hvaða alheimsmarkmið skipta X kynslóðina mestu máli?
- Er Uppgangskynslóðin hamingjusömust?
Trausti Haraldsson hjá Prósenti kynnir áhugaverðar trend niðurstöður úr Íslensku kynslóðamælingunni 2023*
* Viðamikil rannsókn sem byggir á svörum 2.300 einstaklinga 15 ára og eldri á Íslandi.
Markaðsfyrirtæki ársins 2022- Lyfja
Lyfja hlaut verðlaun sem markaðsfyrirtæki ársins 2021-2023.
Úr mati dómnefndar: Með nýrri ásýnd hefur Lyfja náð að breyta heildarupplifun apóteka með breytingu í verslunum, aukinni fræðslu og nýrri tækni. Stjórnendur hafa trú á að markaðsáhersla sé rétta leiðin til að ná árangri og markaðsleg gildi endurspeglast í allri starfsemi fyrirtækisins. Viðskiptavinir og starfsfólk eru ávallt í forgrunni og skilningur á því að þjónusta og lausnir munu breytast þegar til framtíðar er litið.
Lyfja mun veita innsýn inn í þá eftirtektarverðu vegferð sem fyrirtækið hefur verið á síðastliðin ár.
Markaðsmanneskja ársins
Við verðlaunum markaðsmanneskju ársins! Þetta er augnablik sem margir bíða spenntir eftir. Verðlaunin eru veitt einstaklingi sem hefur sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi á tímabilinu, 2 ár aftur í tímann. Við valið er leitast við að fá sem fjölbreyttastar skoðanir úr atvinnulífinu.
Overtune
Gervigreind hefur nýverið skotið upp kollinum sem nýjasta tískuorðið í tækniheiminum. Forrit eins og Chat GPT og Midjourney hafa skapað umræður um framtíð fjölmargra starfsgreina. Starfsstétt markaðsfólks er ein af þeim. Í erindinu mun Sigurður Ásgeir Árnason, framkvæmdastjóri Overtune útskýra muninn á endurskapandi gervigreind (generative AI) og aðstoðargervigreind (assistive AI) og rýna í stöðu tækninnar í markaðssetningu.
Fundarstjóri er Katrín M. Guðjónsdóttir- Formaður ÍMARK
Skráning og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ÍMARK