Íslenska ánægjuvogin 2023

Íslenska ánægjuvogin 2023 – uppskeruhátíð föstudaginn 19. janúar 2024 á Grand hótel og í beinu streymi.

Föstudaginn 19. janúar 2024, kl. 8:30-09:25
Grand Hótel – Háteigi- Sigtúni 38, 105 Reykjavík. 


Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi og stjórnarformaður Íslensku ánægjuvogarinnar.   

08:30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2023. Mældir voru 14 markaðir árið 2023.  
Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents kynnir niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2023, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.

08:40 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2023 veittar.
Allir verðlaunahafar sem fá hæstu einkunn á sínum markaði fá afhentan blómvönd í viðurkenningarskyni.  Að auki er afhent viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. 

Skráning og nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina fer fram á heimasíðu Stjórnvísi. 

ánægjuvogin 2022

Sigurvegarar Íslensku ánægjuvogarinnar 2022.