Íslenska ánægjuvogin 2021, verðlaunaafhending.
Kynning á niðurstöðum mælinga Íslensku ánægjuvogarinnar yfir árið 2021 og afhending viðurkenninga verður haldin föstudaginn 21. janúar 2022, kl. 8:30-09:15.
Verðlaunafhendingin fer fram á Háteigi á Grand Hótel en vegna gildandi takmarkana verður dagskránni streymt í beinni dagskrá.
Dagskrá verðlaunafhendingar
Kl. 08:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi og stjórnarformaður Íslensku ánægjuvogarinnar.
Kl. 08:35 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2021.
Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents kynnir niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2021, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.
Kl. 08:45 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2021 veittar.
Afhent verður viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. Einnig verða veittar viðurkenningar til þeirra aðila sem skora hæst í hverjum flokki.
Nánari upplýsingar um framkvæmd Íslensku ánægjuvogarinnar.
Nánari upplýsingar má fá með því að senda okkur tölvupóst.