Íslendingar taka harða afstöðu þegar kemur að hjúkrunarheimilum eldri borgara.

Könnun Prósents 24. til 30. júní 2021
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents, sem framkvæmd var dagana 24. til 30. júní, finnst 81,5% þeirra sem tóku afstöðu, frekar eða mjög illa staðið að málefnum eldri borgara þegar kemur að hjúkrunarheimilum. Aðeins 7,1% finnst frekar eða mjög vel staðið að málefnum eldri borgara þegar kemur að hjúkrunarheimilum.

screenshot 2021 07 08 at 13.29.22
Myndirnar sýna aðeins hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.


Marktækur munur er á milli kynja; konum finnst verr staðið að málefnum eldri borgara þegar kemur að hjúkrunarheimilum en körlum. Marktækur munur er einnig á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni þar sem íbúum á höfuðborgarsvæðinu finnst verr staðið að þessu málefni en íbúum á landsbyggðinni.

screenshot 2021 07 08 at 13.22.46


Ljóst er að málaflokkurinn snertir tekjulága og öryrkja einna mest því 97% öryrkja finnst frekar eða mjög illa staðið að hjúkrunarheimilum eldri borgara og 94% þeirra með lægri tekjur en 400 þúsund.

Framkvæmd
Framkvæmdatími: 24. til 30. júní 2021.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Svarfjöldi: 1.505 einstaklingar.
Svarhlutfall: 51%
Þátttakendur voru spurðir eftirfarandi spurningar:
Hversu vel eða illa finnst þér staðið að málefnum eldri borgara á Íslandi í dag þegar kemur að hjúkrunarheimilum?
Gögn eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu.