60% þjóðarinnar segja að heilbrigðis- og öldrunarþjónusta sé mikilvægasti málaflokkurinn sem stjórnmálaflokkar eigi að leggja áherslu á


Í könnun sem Prósent framkvæmdi, dagana 22. júní til 19. júlí 2023, var spurt „Hvaða stefnumál finnst þér mikilvægast að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á í dag? Þátttakendur gátu valið allt að fimm atriði sem þeim fannst mikilvægust.

Málaflokkurinn heilbrigðis- og öldrunarþjónusta var sá málaflokkur sem flest merktu við eða 60% svarenda.  Þar á eftir kom efnahagsmál með 48% og verðbólga með 47% sem eru nátengdir málaflokkar og síðan húsnæðis- og lóðamál með 47%.

stefnumál kosningar

Mynd 1. Hvaða stefnumál finnst þér mikilvægast að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á í dag?

 

Á mynd 2 sést hvaða stefnumál íslenska þjóðin telur vera mikilvægust eftir því hvaða stjórnmálaflokk hún myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag.  

stefnumál eftir stjórnmálaflokkum

Mynd 2.  Hvaða stefnumál finnst þér mikilvægast að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á í dag? Niðurstöður eftir stjórnmálaflokkum.

 

Þau sem myndu kjósa:

  • Flokk fólksins leggja helst áherslu á heilbrigðis- og öldrunaþjónustu (76%), húsnæðis- og lóðamál (58%) og málefni eldri borgara (56%).  
  • Sósíalistaflokkinn leggja helst áherslu á heilbrigðis- og öldrunarþjónustu (70%), húsnæðis- og lóðamál (54%) og umhverfis- og loftslagsmál (37%).
  • Samfylkinguna leggja helst áherslu á heilbrigðis- og öldrunarþjónustu (61%), húsnæðis- og lóðamál (50%) og verðbólgu(45%).
  • Framsóknarflokkinn leggja helst áherslu á heilbrigðis- og öldrunarþjónustu(60%), efnahagsmál(55%) og verðbólgu (46%).
  • Pírata leggja helst áherslu á heilbrigðis- og öldrunarþjónustu (60%), umhverfis- og loftslagsmál (52%) og húsnæðis- og lóðamál (51%).
  • Miðflokkinn leggja að jöfnu áherslu á efnahagsmál og verðbólgu (64%) og svo heilbrigðis- og öldrunarþjónustu (55%)
  • Viðreisn leggja helst áherslu á efnahagsmál (72%), verðbólgu (57%) og heilbrigðis og öldrunarþjónustu (52%).
  • Vinstrihreyfinguna – grænt framboð leggja mestu áhersluna á umhverfis- og loftslagsmál (75%), mennta- og menningarmál (53%) og heilbrigðis- og öldrunarþjónustu (51%).
  • Sjálfstæðisflokkinn leggja mestu áherslu á verðbólgu (62%), efnahagsmál (58%) og heilbrigðis- og öldrunarþjónustu (47%). 

Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 22. júní til 19. júlí 2023.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2300 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Fjöldi svara 1191
Svarhlutfall: 51,8%
Gögn könnunarinnar voru vigtuð til þess að úrtakið endurspegli þýðið með tilliti til kyns, aldurs og búsetu.