Hæsta tryggðin hjá Samfylkingunni en minnsta tryggðin hjá Vinstri grænum.

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí 2023 var spurt „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?“ og „Hvaða lista kaust þú í síðustu þingkosningum, í september árið 2021?“.

Þegar niðurstöðurnar eru krosskeyrðar saman þá má sjá að Samfylkingin er með mestu tryggðina en 84% þeirra sem kusu Samfylkinguna síðast myndu kjósa hana aftur. Hins vegar er minnsta tryggðin hjá Vinstri hreyfingunni – grænt framboð þar sem einungis 48% myndu kjósa flokkinn aftur.

Niðurbrot eftir flokkum

  • 84% sem kusu Samfylkinguna myndu kjósa hana aftur og 16% fylgi myndi dreifast á aðra flokka.
  • 78% sem kusu Flokk fólksins myndu kjósa hann aftur og 14% myndu kjósa Samfylkinguna.
  • 76% þeirra sem kusu Miðflokkinn myndu kjósa hann aftur og færi 14% fylgi yfir til Sjálfstæðisflokksins.
  • 67% þeirra sem kusu Pírata myndu kjósa flokkinn aftur og 25% fylgi myndi færast yfir til Samfylkingunnar.
  • 62% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn myndu kjósa hann aftur en annað fylgi færi þá helst yfir til Pírata (11%), Miðflokkinn (10%) og Samfylkingar (9%).
  • 60% þeirra sem kusu Viðreisn myndu kjósa flokkinn aftur og 25% myndu kjósa Samfylkinguna og 9% Sjálfstæðisflokkinn.
  • 53% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn myndu kjósa flokkinn aftur. 19% myndu kjósa Samfylkinguna, 12% Miðflokksins og 8% Sjálfstæðisflokkinn.
  • 49% þeirra sem kusu Sósíalistaflokkinn myndu kjósa hann aftur, 20% myndu kjósa Pírata og 10% Samfylkinguna.
  • 48% þeirra sem kusu Vinstrihreyfinguna – grænt framboð myndu kjósa flokkinn aftur en 30% fylgi færi yfir til Samfylkingar og 22% fylgi myndi dreifast á aðra flokka.

kaus síðast og myndi kjósa í dag

Mynd 1. Hvað þú myndir kjósa í dag krosskeyrt við flokkinn sem þú kaust síðast árið 2021.

Ef gengið yrði til þingkosninga í dag myndi 27,4% þjóðarinnar kjósa Samfylkinguna, 16,1% myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 14,5% Pírata, 8,9% Viðreisn, 8,5% Flokk fólksins, 7,3% Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, 7,2% Miðflokkinn, 7,1% Framsóknarflokkinn og 2,9% Sósíalistaflokkinn.

hvaða lista myndir þú kjósa

Mynd 2 . Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Svör þeirra sem tóku afstöðu voru 906 talsins.

Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 22. júní til 19. júlí 2023.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2300 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Fjöldi svara 1191
Svarhlutfall: 51,8%
Gögn könnunarinnar voru vigtuð til þess að úrtakið endurspegli þýðið með tilliti til kyns, aldurs og búsetu.