Flestum fannst Halla Tómasdóttir standa sig best í kappræðum RÚV

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 7. til 12. maí 2024 var spurt:

Fylgdist þú með kappræðunum sem sýndar voru á RÚV föstudaginn 3. maí þar sem frambjóðendurnir tólf mættust?

39% þjóðarinnar horfði á allar kappræðurnar, 28% horfðu á hluta og 33% horfðu ekki.

áhorf allir

Mynd 1 Fylgdist þú með kappræðunum sem sýndar voru á RÚV föstudaginn 3. maí þar sem frambjóðendurnir tólf mættust?  Svör þeirra sem tóku afstöðu.

Einnig var spurt:
Hvaða frambjóðendur fannst þér standa sig best í kappræðunum þann 3. maí?
Hægt var að haka við allt að þrjá frambjóðendur.

Flestum eða 53% svarenda fannst Halla Tómasdóttir standa sig best, 42% völdu Baldur Þórhallsson, 40% Katrínu Jakobsdóttur, 27% Jón Gnarr, 23% Höllu Hrund Logadóttur, 20% Arnar Þór Jónsson, 16%  Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, 10% Viktor Traustason, 6% Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, 3% Helgu Erlu Þórisdóttur, 2% Ástþór Magnússon Wium og  1% Eirík Inga Jóhannsson.

frammistaða allir

Mynd 2  Hvaða frambjóðendur fannst þér standa sig best í kappræðunum þann 3. maí? Svör allra sem tóku afstöðu.  Hægt var að haka við allt að þrjá frambjóðendur.

Þegar horft er til búsetu þá fannst marktækt fleirum í nágrannasveitafélögum Reykjavíkur Halla Tómasdóttir standa sig best.  Marktækt fleirum í Reykjavík en annars staðar á landinu fannst Jón Gnarr standa sig best.  Marktækt fleirum á landsbyggðinni en í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum fannst Halla Hrund Logadóttir standa sig best og marktækt fleirum á landsbyggðinni fannst Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir standa sig best heldur en í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur.

frammistaða búseta

Mynd 3  Hvaða frambjóðendur fannst þér standa sig best í kappræðunum þann 3. maí? Svör eftir búsetu.  Hægt var að haka við allt að þrjá frambjóðendur.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 7. til 12. maí 2024.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.500 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51,2%

Gögn eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu.