Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 8. til 23. júní 2023 voru Íslendingar spurðir eftirfarandi spurningar:

 

Á heildina litið, hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með störf eftirfarandi embættismanna?

  • Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri

  • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

  • Guðni Th. Jóhannesson, forseti

Niðurstöður voru þær að 74% þjóðarinnar eru ánægð með störf Guðna forseta, 28% með störf Katrínar forsætisráðherra og 22% með Ásgeir seðlabankastjóra.

Þegar ánægja með störf þessara þriggja embættismanna eru borin saman sést að flestir eru ánægðir með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta. 74% eru ánægð með störf forsetans, 18% segja hvorki né og 8% eru óánægð.  28% eru ánægð með störf Katrínar Jakobsdóttur, 20% segja hvorki né og 52% eru óánægð.  22% eru ánægð með störf Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, 23% eru hvorki né og 55% eru óánægð.

vinsældir embættismanna 2023
Mynd 1. Á heildina litið, hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með störf embættismanna? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.

 

Guðni hlýtur að meðaltali 4,1 í einkunn af 5 mögulegum, Katrín fær 2,5 og Ásgeir 2,4.

embættismenn

Mynd 2. Á heildina litið, hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með störf embættismanna? Meðaleinkunn á skalanum 1 til 5.

 

Konur eru marktækt ánægðari með störf Guðna og Katrínar en karlar. Karlar eru marktækt ánægðari með störf Ásgeirs en konur.

 

störf embættismanna kyn

Mynd 3. Á heildina litið, hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með störf embættismanna? Meðaleinkunn eftir kyni.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 8. til 23. júní 2023.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.700 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall 50,1%

Gögn könnunarinnar voru vigtuð til þess að úrtakið endurspeglaði þýðið með tilliti til kyns, aldurs og búsetu