Baldur Þórhallsson með mesta fylgið
Netkönnun Prósents á meðal könnunarhóps, Gögnum var safnað frá 20. til 27. mars 2024. Spurningin var sett fram með eftirfarandi hætti:
Eftirfarandi er listi yfir þá 48 einstaklinga sem höfðu stofnað meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð á island.is þann 22. mars 2024.
Hvern af eftirfarandi frambjóðendum myndir þú vilja að verði næsti forseti Íslands?
34% svarenda segjast ekki vita hver þau vilji að verði næsti forseti, Baldur Þórhallsson fær 37% fylgi, Halla Tómasdóttir 15%, Arnar Þór Jónsson 5%, Ásdís Rán Gunnarsdóttir 4%, Ástþór Magnússon Wium 2%, Agnieszka Sokolowska 1%, Sigríður Hrund Pétursdóttir 1% og allir aðrir frambjóðendur samanlagt 3%.
Mynd 1. Hvern af eftirfarandi frambjóðendum myndir þú vilja að verði næsti forseti Íslands? Svör allra,
Af þeim sem tóku afstöðu þá vilja 56% að Baldur Þórhallsson verði næsti forseti Íslands. 23% vilja Höllu Tómasdóttur, 8% vilja Arnar Þór Jónsson, 5% Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, 3% Ástþór Magnússon, 1% Agnieszka Sowlolska, 1% Sigríði Hrund Pétursdóttur og 3% völdu aðra frambjóðendur.
Mynd 2. Hvern af eftirfarandi frambjóðendum myndir þú vilja að verði næsti forseti Íslands? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Ekki er mikill munur á milli kynja heilt á litið en marktækur munur er á viðhorfi karla og kvenna til Arnars Þórs Jónssonar. 7% karla vilja sjá hann sem næsta forseta en 2% kvenna.
Mynd 3. Hvern af eftirfarandi frambjóðendum myndir þú vilja að verði næsti forseti Íslands? Svör eftir kyni.
Baldur Þórhallsson sækir sitt fylgi helst til 25-64 ára en Halla Tómasdóttir er með mesta fylgið hjá 45 ára og eldri. Flestir eða 55% þeirra sem eru 18-24 ára vita ekki hvern þau vilja sem næsta forseta.
Mynd 4. Hvern af eftirfarandi frambjóðendum myndir þú vilja að verði næsti forseti Íslands? Svör eftir aldri.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 20. febrúar 2024 til 27. Mars 2024
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 1900 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51%
Gögn eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu.