88% Íslendinga voru ánægðir með fyrsta þátt Verbúðarinnar.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents, sem framkvæmd var dagana 30. desember 2021 til 9. janúar 2022, höfðu 57% Íslendinga horft á fyrsta þáttinn af Verbúðinni sem frumsýndur var á RUV 26. desember 2021.

Áhorf á fyrsta þátt verðbúðarinnar sem sýndur var á RUV 26. desember 2021

heildaráhorf á verbúðina fyrsta þátt prósent niðurstöður
Ert þú búin(n)(ð) að horfa á fyrsta þátt Verbúðarinnar sem frumsýndur var þann 26. desember síðastliðinn á RÚV?

Hærra áhorf mældist í eldri aldurshópum en 74% úr aldurshópnum 65 ára og eldri hafði horft á fyrsta þáttinn en einungis 35% í aldurshópnum 18-34 ára.

aldur ahorf a verbudina fyrsta thatt prosent nidurstodur
Ert þú búin(n)(ð) að horfa á fyrsta þátt Verbúðarinnar sem frumsýndur var þann 26. desember síðastliðinn á RÚV?

Ánægja með Verbúðina

Mjög mikill meirihluti svarenda voru ánægðir með þættina. 51% Íslendinga sögðu að þeir væru mjög ánægðir með þáttinn, 37 % voru frekar ánægðir, 9% voru hvorki né, 2% voru frekar óánægð og 1% voru mjög óánægðir.

heildaranaegja med verbudin prosent nidurstodur
Hversu ánægð(ur)(t) eða óánægð(ur)(t) varstu með fyrsta þátt Verbúðarinnar?

Lítill munur var á einkunnargjöf á milli hópa, en fólk á höfuðborgarsvæðinu var ánægðara með þáttinn en fólk á landsbyggðinni. Að sama skapi mældist aðeins meiri óánægja í aldurshópnum 65 ára og eldri.

anaegja eftir aldri verbudin prosent
Hversu ánægð(ur)(t) eða óánægð(ur)(t) varstu með fyrsta þátt Verbúðarinnar? Niðurstöður eftir aldri.

Framkvæmd rannsóknar

Gögnum var safnað frá 30. desember 2021 til 9. janúar 2022.

Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.

Úrtak: 2.300 (einstaklingar 18 ára og eldri)

Svarendur: 1.118

Svarhlutfall: 49%

Nánari upplýsingar má fá með því að senda okkur tölvupóst.