78% þjóðarinnar er óánægð með n‎ýjan forsætisráðherra

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 9. til 14. apríl 2024 voru þátttakendur spurðir tveggja spurninga um breytingar á ríkisstjórnarsamstarfi:

·       Hversu vel eða illa líst þér á breytingarnar á ríkisstjórnarsamstarfi?

·       Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með að Bjarni Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra, verði forsætisráðherra?

Eftirfarandi texti var birtur með fyrri spurningunni:
Breytingar á ríkisstjórnarsamstarfi voru kynntar þriðjudaginn 9. apríl eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði af sér sem forsætisráðherra. Helstu breytingar í ríkisstjórn felast í því að Bjarni Benediktsson tekur við stöðu forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson verður fjármálaráðherra. Auk þess mun Svandís Svavarsdóttir taka við innviðaráðuneytinu, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur ný inn í ríkisstjórn í matvælaráðuneytið og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fer aftur í utanríkisráðuneytið.

Hversu vel eða illa líst þér á breytingarnar á ríkisstjórnarsamstarfi?

14% þjóðarinnar líst vel á breytingarnar, 13% líst hvorki vel né illa á breytingarnar  og 73% líst illa á breytingar á ríkisstjórnarsamstarfinu.

ríkisstjórnarsamstarf

Mynd 1. Hversu vel eða illa líst þér á breytingarnar á ríkisstjórnarsamstarfi? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.Svör þeirra sem tóku afstöðu.

55 ára og eldri líst marktækt betur á breytingarnar en þeir sem yngri eru.

ríkisstjórnarsamstarf aldur

Mynd 2. Hversu vel eða illa líst þér á breytingarnar á ríkisstjórnarsamstarfi? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. Niðurstöður eftir aldri.

Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með að Bjarni Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra, verði forsætisráðherra?

78% þjóðarinnar eru óánægð með að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, 8% eru hvorki né og 13% eru ánægð.

bjarni forsætisráðherra allir

Mynd 3Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með að Bjarni Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra, verði forsætisráðherra? Svör þeirra sem tóku afstöðu.

Marktækur munur er á afstöðu kynja og eru konur frekar óánægðar heldur en karlar.

bjarni forsætisráðherra kyn

Mynd 4Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með að Bjarni Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra, verði forsætisráðherra? Svör eftir kyni.

Marktækur munur er á viðhorfi eftir aldri. Þau sem eru 55 ára og eldri eru marktækt ánægðari en þau sem yngri eru.

bjarni forsætisráðherra aldur

Mynd 5. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með að Bjarni Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra, verði forsætisráðherra? Svör eftir aldri.

Langmesta ánægju má finna hjá þeim sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða 79% aðspurðra.  Marktækt minnsta ánægjan mælist hjá þeim sem myndu kjósa Pírata og Sósíalistaflokkinn.

bjarni forsætisráðherra flokkar

Mynd 5. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með að Bjarni Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra, verði forsætisráðherra? Niðurstöður eftir því hvaða lista þátttakendur myndu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag.

 

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 9. til 14. apríl 2024
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2300 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51%
Gögn eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu.