77% þjóðarinnar vill engan af þeim forsetaframbjóðendum sem hafa tilkynnt framboð sitt sem næsta forseta


Netkönnun Prósents á meðal könnunarhóps. Gögnum var var safnað 16. til 24. janúar 2024.
Við spurðum tveggja spurninga um væntanlegt forsetaframboð. Fyrst spurðum við opinnar spurningar um hver þau vildu að verði næsti forseti Íslands og síðan spurðum við um viðhorf til þeirra einstaklinga sem hafa tilkynnt framboð sitt. Hér má sjá niðurstöður seinni spurningarinnar.

Hver, ef einhver, af eftirfarandi einstaklingum sem hafa tilkynnt framboð sitt til forseta, myndir þú vilja
að verði næsti forseti Íslands?
Hér voru svarmöguleikar birtir yfir þau sem höfðu tilkynnt framboð sitt áður en könnun var lögð fyrir. 

Eftirfarandi voru svarmöguleikarnir:
Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins
Axel Pétur Axelsson, þjóðfélagsverkfræðingur
Ástþór Magnússon, viðskiptamaður og fyrrum forsetaframbjóðandi
Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu
Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður
Enginn af ofangreindum

77% einstaklinga sem tóku afstöðu svöruðu að þeir vildu engan af ofangreindum sem næsta forseta Íslands. 23% svarenda völdu frambjóðendur af lista og skiptust hlutföllin þannig að Sigríður Hrund Pétursdóttir fékk 8% svara, Arnar Þór Jónsson 6%, Tómas Logi Hallgrímsson 5%, Ástþór Magnússon 3% og Axel Pétur Axelsson 1%.

frambjóðendur

Mynd 1 Hver, ef einhver, af eftirfarandi einstaklingum sem hafa tilkynnt framboð sitt til forseta, myndir þú vilja að verði næsti forseti Íslands
Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.

 

Áður en ofangreind spurning var lögð fram spurðum við opinnar spurningar: Hver vilt þú að verði næsti forseti Íslands? (Svör voru flokkuð eftir á).

44% svarenda nafngreindu einstakling og 56% tóku ekki afstöðu. 9% svarenda nefndu Guðna Th Jóhannessonar, 4% Katrínu Jakobsdóttur, 3% Höllu Tómasóttur, 2% Ólaf Jóhann Ólafsson, 2% Jón Gnarr, 1% Arnar Þór Jónsson, 1% Baldur Þórhallsson og 1% Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Auk þeirra voru 89 aðrir einstaklingar nafngreindir. Þau sem voru nefnd fimm til níu sinnum voru Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Víðir Reynisson.

hvaða forseti opin spurning prósent

Mynd 2 Hver vilt þú að verði næsti forseti Íslands? (Svör voru flokkuð eftir á).

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 16. til 24. janúar 2024.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 1800 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51%